Hóparnir, sem komu frá Krógabóli, Síðuseli og Sunnubóli, hittust við Síðuskóla og komu sér þar í myndarlega röð. Börnin voru fánum prýdd, með kórónur á höfði og þegar skipulag var komið á skrúðgönguna var haldið af stað syngjandi og trallandi. Vakti þessi uppákoma verðskuldaða athygli í hverfinu. Börnin verða því komin í æfingu fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn á morgun, 17. júní.