Lárus Orri og "Túfa" í eins leiks bann

Lárus Orri Sigurðsson þjálfari meistaraflokks Þórs og Srdjan Tufegdzic ( Túfa ) leikmaður meistaraflokks KA voru báðir dæmdir í eins leiks bann af Aga og Úrskurðanefnd KSÍ í vikunni í 1. deild karla í knattspyrnu. Þeir fá báðir bannið vegna uppsafnaðra spjalda eða fjóra áminninga, en Lárus Orri hefur nú þegar lagt skóna á hilluna og sér nú eingöngu um þjálfun Þórs liðsins.

Þá voru einnig tveir leikmenn Magna, sem leikur í 2. deild, dæmdir í eins leiks bann, en það eru þeir Laszlo Szilágyi ( fjóra áminngar ) og Víðir Örn Jónsson ( brottvísun ).

Nýjast