Landsmót skáta hefst að Hömrum á þriðjudag

Landsmót skáta verður haldið að Hömrum á Akureyri dagana 22.-29. júlí nk. Undirbúningur hefur staðið yfir lengi og það mikið um að vera á svæðinu þessa dagana. Vegna landsmótsins verður dvöl á tjaldsvæðinu að Hömrum að mestu takmörkuð við þátttakendur og þá sem dvelja í fjölskyldubúðunum. Takmörkun þessi gildir frá mánudagsmorgni 21. júlí til fimmtudagsmorguns 31. júlí. Um leið og skátar biðjast velvirðingar á þessu benda þeir ferðafólki á þeirra ágæta tjaldsvæði við Þórunnarstræti.

Nýjast