Kristján Þór endurkjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar

Kristján Þór Júlíusson var endurkjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Þá var Sigrún Stefánsdóttir endurkjörinn 1. varaforseti og Jóhannes Gunnar Bjarnason 2. varaforseti. Helena Þ. Karlsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson voru kjörnir skrifarar bæjarstjórnar. Hermann Jón Tómasson var endurkjörinn formaður bæjarráðs en aðrir í bæjaráði eru Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson, Baldvin H. Sigurðsson, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson (áheyrnarfulltrúi). Varamenn í bæjarráði eru: Sigrún Stefánsdóttir, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Kristín Sigfúsdóttir, Gerður Jónsdóttir og Víðir Benediktsson (áheyrnarfulltrúi).

Nýjast