06. ágúst, 2008 - 15:17
Fréttir
Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu sem verður við Reykjarvíkurtjörn í kvöld en við Minjasafnstjörnina hér á
Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst klukkan 22:30. Þá mun Svavar Jónsson, sóknarprestur, ávarpa gesti. Flotkerti verða til sölu
á staðnum.
Kertunum er fleytt í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum, Hiroshima og Nagasaki, dagana 6. og 9. ágúst árið 1945.
www.mbl.is