19. maí, 2008 - 09:15
Fréttir
KA menn töpuðu fyrir Víkingi R á heimavelli Víkings í annarri umferð 1. deildar karla í gær. Leikurinn endaði með sigri Víkings
3-1. Jón Guðbrandsson skoraði tvívegis fyrir heimamenn og Jimmy Höyer eitt mark. Dean Martin skoraði mark KA manna.
KA menn sitja í 10. sæti deildarinnar með eitt stig eftir tvo leiki. Næsti leikur KA mann verður gegn Selfossi hér á Akureyri föstudaginn 23. maí.