Sunna er vel að titlinum komin og þykir mjög efnilegur golfari. Ingvar Karl var ágætlega sáttur við sína frammistöðu á mótinu en hann er nýkominn á fullt aftur eftir tveggja ára pásu. "Það er alltaf gaman að vinna." Ingvar hætti golfiðkun fyrir um tveimur árum þar sem að honum fannst álagið vera heldur mikið, en er nú kominn á fullt á nýjan leik. " Maður var keyrður alveg út og ég fékk bara leið á þessu, ég reyndi hvað ég gat en ég var bara komið með ógeð," segir Ingvar.
Hann segir ánægjulegt að vera kominn í golfið á nýjan leik. "Þetta er orðið rosalega gaman aftur og maður er bara orðinn háður þessu." Ingvar segist ekki ætla að taka þátt í Landsmótinu í golfi sem hefst síðar í sumar en stefnir á tvö mót í haust. "Ég ætla bara að vera rólegur núna með þessi stórmót, en ég fer næsta sumar, það er alveg klárt. Ég fer suður í haust og tek þátt í tveimur mótum í KB mótaröðinni í ágúst og september". Hann segist ekki ætla að taka sér aðra pásu frá golfinu. "Nei, það geri eg ekki," sagði Ingvar léttur í bragði.
Helstu úrslit mótsins:
Meistarflokkur karla
1. Ingvar Karl Hermannsson ( 300 högg )
2. Hafþór Ingi Valgeirsson ( 303 högg )
3. Ólafur Auðunn Gylfason ( 306 högg )
Meistarflokkur kvenna
Sunna Sævarsdóttir ( 332 )
1.fl. karla
1. Þorvaldur Jónsson ( 318 högg )
2. Þórhallur Pálsson ( 320 högg )
3. Jón Svavar Árnason ( 320 )
1. fl. kvenna
1. Petrea Jónasdóttir ( 349 )
2. Leanne Carol Legett ( 402 )
3. Þórunn Haraldsdóttir ( 411 )
2. fl. karla
1. Ísak Kristinn Harðarson ( 347 )
2. Óskar Helgi Adamsson ( 349 )
3. Anton Ingi Þorsteinsson ( 350 )
2. fl. kvenna
1. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir ( 429 )
2. Ingileif Oddsdóttir ( 434 )
3. Eva Magnúsdóttir ( 467 )
3. fl. karla
1. Hallur Guðmundsson ( 368 )
2. Jónas Jónasson ( 377 )
3. Snorri Bergþórsson ( 381 )
4. fl. karla
1. Heiðar Karl Ólafsson ( 435 )
2. Víðir Jónsson ( 436 )
3. Hafþór Einarsson ( 440 )
Úrslit í öldungaflokkum urðu þessi:
Konur 50 ára og eldri
Jakobína Reynisdóttir í 1. sæti á 292 höggum, Guðný Óskarsdóttir á 293 og Aðalheiður Guðmundsdóttir á 294 höggum.
Karlar 55 ára og eldri
Haraldur Júlíusson í 1. sæti á 235 höggum, Viðar Þorsteinsson á 242 í öðru sæti og Sævar Gunnarsson í 3. sæti á 245 höggum.
Konur 65 ára og eldri
Í 1. sæti Aðalheiður Alfreðsdóttir á 322 höggum, Þyrí Þorvaldsdóttir á 323 í öðru sæti og Guðrún Kristjánsdóttir í 3. sæti á 357 höggum
Karlar 70 ára og eldri
Í 1. sæti Árni Björn Árnason á 260 höggum, Haukur Jakobsson á 268 höggum í öðru sæti og í því þriðja var Haukur Jónsson á 284 höggum.