Iðnaðarsafnið fékk líkan af Snæfellinu EA að gjöf

Börn Bjarna Jóhannessonar og Sigríðar Freysteinsdóttur hafa fært Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf líkan af Snæfelli EA 740 sem Grímur Karlsson í Keflavík gerði.   

Með gjöfinni minnast þau foreldra sinna, en bæði hefðu átt stórafmæli í ár hefðu þau lifað, Bjarni 95 ára og Sigríður 90 ára. Bjarni var um árabil skipstjóri á Snæfelli EA og sá um útgerðina eftir að hann fór í landi.  Snæfellið var lengi vel eitt aflahæsta síldarskip íslenska fiskiskipaflotans.  "Það er mikill fengur að þessari gjöf og við erum afar þakklát rausnarskap fjölskyldunnar," segir Haraldur Ingi Haraldsson forstöðumaður Iðnaðarsafnsins. Hann segir að líkanið sómi sér vel á nýrri sýningu sem var opnuð sl. laugardag. Sú sýning fjallar um bátasmíði við Eyjafjörð en gamla Snæfellið var einmitt smíðað hjá Skipasmíðastöð KEA á sínum tíma. 

Nýjast