Hópslagsmál á Akureyri í gærkvöld og nótt

Lögreglan á Akureyri var í tvígang kölluð út vegna hópslagsmála í bænum í gærkvöld og nótt. Öxi, golfkylfur og stólfætur voru á lofti. Lögreglan telur að um sé að ræða uppgjör í fíkniefnaheiminum.  

Lögreglan var fyrst kölluð út um kl. 21:30 í gærkvöld en þá hafði 7 manns á aldrinum 18-25 ára lent saman. Um kl. 00:30 í nótt virðist hafa soðið upp úr aftur og fleiri bættust í hópinn og voru líklega um 10-12 manns í átökum þegar lögreglan kom á staðinn. Lögreglumenn frá Húsavík sem heyrðu fyrir tilviljun í fjarskiptum hvað gekk á, mættu á staðinn og komu starfsbræðrum sínum til aðstoðar. Þetta kom fram á vef RÚV.

Nýjast