28. júlí, 2008 - 16:05
Fréttir
Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyjafjarðarbraut vestari við Kjarnaskóg á Akureyri skömmu fyrir hádegi í dag. Að
sögn lögreglu var farið með ökumann annars bílsins á slysadeild Sjúkrahúss Akureyrar til aðhlynningar en ekki var um alvarleg meiðsl að
ræða.
Aðdragandi slysins var sá að öðrum bílnum var ekið niður frá Kjarnaskógi og í veg fyrir bíl sem kom akandi suður
Eyjafjarðarbraut. Ökumennirnir voru einir í bílum sínum.