Dalvík/Reynir vann góðan útisigur á Spyrni frá Breiðholti um helgina í D- riðli 3. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Lokatölur á Fellavelli 2-0 sigur Dalvíks/Reynis. Mörkin skoruðu Jón Örvar Eiríksson og Jóhann Hreiðarsson.
Eftir fjórar umferðir situr Dalvík/Reynir í öðru sæti riðilsins með sjö stig.