Góður árangur Þórs og KA á Nikulásarmóti

Nikulásarmótið í knattspyrnu fór fram um síðustu helgi á Ólafsfirði og tókst það afar vel upp. Þetta var í 18. skiptið sem mótið er haldið og er það stærsta hingað til. Mótið er fyrir knattspyrnuiðkendur í 5., 6., og 7. flokki drengja og voru 20 félög skráð til leiks. Þór og KA áttu sýna fulltrúa á mótinu og sendu bæði félög 6. og 7. flokk á mótið.

Strákarnir í 7. flokki hjá Þór gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið í flokki A,- B, og C- liða. KA- menn náðu einnig góðum árangri á mótinu og í 7. flokki enduðu strákarnir í flokki A- liða í öðru sæti á mótinu og B- liðs strákarnir í þriðja sæti. Þá hafnaði C- lið KA í 6. flokki í öðru sæti í sínum flokki.

Nýjast