Glæsilegur árangur UFA á Sumarleikum

Krakkarnir úr UFA gerðu það gott á Sumarleikum HSÞ á Laugum um helgina. Alls unnu krakkarnir til hvorki meira né minna en 90 verðlauna á mótinu, þar af 38 gullverðlaun, 31 silfurverðlaun og 21 bronsverðlaun. Margir krakkar voru að keppa á sínu fyrsta móti og voru að bæta sig töluvert.

Þetta er glæsilegur árangur hjá krökkunum og greinilegt að UFA býr yfir fjölda af hæfileikaríku frjálsíþróttafólki.

Nýjast