Glæsilegur árangur KA á Símamóti

KA stelpurnar í 5. og 6. flokki kvenna í knattspyrnu gerðu góða hluti á Símamótinu sem var haldið í Kópavogi um síðustu helgi. Stelpurnar í 5. flokki spiluðu oft á tíðum glæsilegan fótbolta og enduðu A- liðs stelpurnar í 9. sæti og B- liðs stelpurnar í 17. sæti. KA sendi þrjú lið í 6. fl. á mótið, A,- B,- og C- lið. Það er skemmst frá því að segja að öll þrjú liðin léku til úrslita á mótinu en höfðu ekki heppnina með sér og hlutu öll silfurverðlaun á mótinu.

Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og margar stórefnilegar knattspyrnukonur þarna á ferð sem eflaust eiga eftir að láta til sín taka í framtíðinni.

Nýjast