Tilgangur verkefnisins er að efla ferðaþjónustu með því að vinna úr svæðisbundnum menningarverðmætum, bæði í einstökum héruðum og á landsvísu. Ennfremur að efla skilning og samstarf milli héraða og innan héraðs á því að þróa vöru og þjónustu byggða á menningu og menningararfi landsbyggðarinnar. Ferðaþjónustufyrirtæki eða hópar fyrirtækja, sem taka þátt fá aðstoð við stjórnun vöruþróunarverkefnis í menningartengdri ferðaþjónustu. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og þróun nýrrar vöru og/eða þjónustu.
Um er að ræða tveggja ára stuðningsverkefni í vöruþróun menningartengdrar ferðaþjónustu. Með þessu verkefni er stefnt að því að auka framboð á arðbærri vöru/þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu og stuðla að faglegum lausnum við vöruþróun í greininni. Gert er ráð fyrir að um nokkurs konar klasasamstarf fyrirtækja verði að ræða ýmist svæðisbundið samstarf eða samstarf á landsvísu á faglegum grundvelli.
Frekari upplýsingar veita: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í
síma 450 4050 netfang: sirry@nmi.is eða Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu í síma
464 9990, netfang: alda@icetourist.is
Einnig á vefjunum http://www.nmi.is/ og http://www.ferdamalastofa.is/