Fyrstu skóflustungurnar teknar að nýrri íþróttamiðstöð á Akureyri

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri og tveir nemendur við Giljaskóla, sem jafnframt stunda fimleika, tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að nýrri íþróttamiðstöð við Giljaskóla. Bæjarstjóra til aðstoðar voru þau Karen Hrönn Vatnsdal og Númi Kárason, auk þess sem mikill fjöldi fólks var viðstaddur. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar í júlí á næsta ári en heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 750 milljónir króna og stærð hússins um 2.674 fermetrar.

Nýjast