13. maí, 2008 - 14:23
Fréttir
Þórsarinn Þóroddur Hjaltalín dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla í knattspyrnu þegar hann dæmdi leik HK og FH á
Kópavogsvelli um helgina. Þetta væri ekki frásögufærandi ef ekki væri fyrir þær sakir að faðir hans, Þóroddur
Hjaltalín eldri, dæmdi einnig í efstu deild um árabil og eru þeir því fyrstu feðgarnir sem dæma í efstu deild hér á landi.
Þóroddur eldri fæst ennþá við dómgæslu en hann er eftirlitsmaður hjá KSÍ en þeir feðgar koma báðir úr
Þór á Akureyri.