Enn tapar Dalvík/Reynir

Dalvík/Reynir tapaði sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu fyrir Sindra á útivelli í sjöundu umferð í D- riðli 3. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina. Lokatölur á Sindravelli 2-1 sigur Sindra. Mark Dalvíks/Reynis skoraði Jón Örvar Eiríksson úr vítaspyrnu undir lok leiksins. 

Eftir leikinn situr Dalvík/Reynir í fjórða og næstneðsta sæti riðilsins með sjö stig.

Nýjast