Jón Óttar hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar. Hann er með B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin átta ár hefur hann starfað hjá fyrirtækinu Strax sem framleiðir og dreifir aukahlutum fyrir farsíma. Jón Óttar var framkvæmdastjóri Strax í Hong Kong og framkvæmdastjóri í Bretlandi og síðast framkvæmdastjóri Strax Innovation, með aðsetur í Bretlandi. Þar áður starfaði hann m.a. í verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum. Jón Óttar er giftur Hrafnhildi Georgsdóttur og eiga þau tvö börn.
Unndór er nýr starfsmaður í Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital og mun sinna ráðgjöf um kaup og sölu fyrirtækja, vöktun kaup- og sölutækifæra, hafa umsjón með samningaviðræðum og samningagerð ofl. Unndór er með B.S. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og B.A. í fjölmiðlafræði frá University of Alabama ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Unndór var síðast framkvæmdarstjóri Norðanflugs ehf. og vann þar áður í flugrekstrardeild Flugfélagsins Atlanta. Unndór er í sambúð með Öldu Hlín Karlsdóttur.
Vilhjálmur hefur verið ráðinn til starfa á Lögfræðisviði Saga Capital þar sem hann sinnir lögfræðilegri ráðgjöf og þjónustu við yfirstjórn, sem og við tekju- og stoðsvið bankans. Vilhjálmur er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og héraðsdómslögmannsréttindi. Hann hefur rekið eigin lögmannsstofu undanfarin fjögur ár en þar áður var hann fulltrúi á lögmannsstofu Andra Árnasonar hrl. Vilhjálmur er giftur Jónu Valborgu Árnadóttur og eiga þau tvo syni.