Elvar Örn Íslandsmeistari

Ungmennafélag Akureyrar átti þrjá keppendur á MÍ í fjölþrautum í Borgarnesi um sl. helgi og stóðu þau sig öll með sóma. Elvar Örn Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í tugþraut pilta með 4634 stig og er þar með Íslandsmeistari í sínum flokki í greininni. Agnes Eva Þórarinsdóttir lenti í 3. sæti í sjöþraut meyja með 3665 stig og Heiðrún Dís Stefánsdóttir endaði í 5. sæti með 3516 stig.

Glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega frjálsíþrótta fólki.

Nýjast