26. júní, 2008 - 14:45
Fréttir
Stórskyttan og Akureyringurinn Einar Logi Friðjónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við sænska handboltaliðið Skövde sem leikur
í úrvalsdeild. Einar fór nýlega út til Svíþjóðar og var til reynslu hjá félaginu í eina viku en gengið var
frá samningnum í gærdag. Samningurinn er til tveggja ára með endurskoðunarákvæði eftir næsta tímabil.
Þetta er sannarlega mikil blóðtaka fyrir lið Akureyrar sem þegar hafa misst skyttuna Magnús Stefánsson og markvörðinn Sveinbjörn
Pétursson frá liðinu. Það er því ljóst að töluvert breyttur hópur hjá liði Akureyrar mætir til leiks í
haust.