Einar Logi skoðar aðstæður í Svíþjóð

Einar Logi Friðjónsson hægri skyttan sterka úr liði handboltafélags Akureyrar er um þessar mundir staddur í bænum Skövde í Svíþjóð þar sem hann er til reynslu hjá samnefndu félagi. Einar verður við æfingar út þessa viku hjá úrvalsdeildarfélaginu og svo kemur í ljós hvað framhaldið verður. “Maður er svona að skoða aðstæður,” sagði Einar.

Einar Logi sem er 25 ára gamall er ekki alls ókunnur því að leika erlendis en hann lék á sínum tíma með þýsku liðunum Friesenheim og Emsdetten. Það er ljóst að ef af þessu verður eru þetta enn ein skakkaföllin í liði Akureyrar sem þegar hafa misst Magnús Stefánsson og Sveinbjörn Pétursson markvörð frá liðinu.

Nýjast