Dalvík/Reynir fær liðsstyrk

Þrír leikmenn bættust í hópinn í síðustu viku hjá Dalvík/Reyni. Þessir leikmenn eru Ágúst Guðmundsson varnarmaður, Brynjar Davíðsson markvörður og Heiðmar Felixsson miðjumaður/framherji. Þeir koma allir til með að styrkja liðið fyrir átökin í sumar.

Dalvík/Reynir spilar í 3. deild í D-riðli og hefst mótið hjá þeim um helgina er þeir fá Leikni F. í heimsókn á laugardaginn 24. maí. Leikurinn hefst kl. 14:00 og leikið er á Dalvíkurvelli.

Nýjast