Dagur barnsins verði haldinn hátíðlegur í lok maí ár hvert

Bæjarráð Akureyrar hvetur stofnanir bæjarins til þess að gera ráð fyrir degi barnsins í skipulagi sínu hér eftir og hefur tilnefnt Gunnar Gíslason fræðslustjóra sem tengilið sem sjá mun um samskipti við framkvæmdanefnd dags barnsins. Á fundi bæjarráðs í morgun var tekið fyrir erindi frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlegur dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð. Sveitarfélögin eru hvött til þess að tilnefna tengilið til að vera í sambandi við framkvæmdanefnd dags barnsins sem mun taka fagnandi við öllum góðum hugmyndum, vera til ráðgjafar og koma upplýsingum á framfæri.

Nýjast