Sigmuundur Davíð Gunnlaugsson forsærisráðherra setti síðdegis með formlegum hætti í gang framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga, þegar hann ýtti á hnapp sem tengdur var við sprengjuhleðslur. Gangamenn hófu um miðja síðustu viku að sprengja sig inn í bergstálið, en engu að síður er talað um að með viðhafnarsprenigingunni í dag, sé verkið hafið. Sprenging forsætisráðherra heyrðist vel á Akureyri.
Heildarlengd ganganna með vegskálum verður 7,5 kílómetrar, til samanburðar er heildarlengd Hvalfjarðarganga tæplega 5,8 km.
Ekki þarf að hafa um það mörg orð að gerð Vaðlaheiðarganga er umfangsmikil framkvæmd. Til marks um það má ætla að út úr göngunum verði ekið á bilinu 30 til 40 þúsund vörubílsförmum af efni og í sprengingarnar í göngunum lætur nærri að fari um 1000 tonn af sprengiefni.