Vantar starfsmenn við uppsetningu snjóflóðavarna

Verkefnið er krefjandi
Verkefnið er krefjandi

„Við hófum framkvæmdir við uppsetningu snjóflóðavarna á Siglufirði um síðustu mánaðamót og viljum mjög gjarnan fjölga starfsmönnum, við erum sérstaklega að leita eftir tækjastjórum og byggingarverkamönnum,“ segir Höskuldur Tryggvason verkefnastjóri hjá ÍAV.

Hann segir að til að byrja með sé um að ræða störf í sumar og fram á haustið, síðan verði hafist handa á nýjan leik næsta vor. Verklok eru  áætluð í september 2015.

„Þetta eru stoðmannvirki sem sem setja á upp í Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan Siglufjarðar, þannig að framkvæmdasvæðið er í bröttum fjallshlíðum með klettabeltum. Aðstæðurnar eru því krefjandi.  Núna starfa 10 til 12 manns við verkefnið, en okkur vantar  sem sagt fleiri. Starfsfólkið býr á gistiheimilinu Hvanneyri og þar er öll aðstaða til fyrirmyndar og sömuleiðis er mötuneytið mjög gott. Ég bara hvet áhugasama til að hafa samband og kynna sér þetta óvenjulega og krefjandi verkefni,“ segir Höskuldur Tryggvason hjá ÍAV.

Nýjast