Vænir á heiðinni en vegir varla jeppum bjóðandi

Kátur veiðimaður með þrjá fallega urriða úr Stóralóni í síðustu viku.
Kátur veiðimaður með þrjá fallega urriða úr Stóralóni í síðustu viku.

Ágæt veiði hefur verið á sunnanverðri Arnarvatnsheiði síðustu vikurnar þegar viðrað hefur til veiða. Nokkur dæmi eru um mokveiði í hlýindum og hægviðri það sem af er sumri en því miður hafa veður verið umhleypingasöm og marga daga því ekkert hægt að veiða.

Varla jeppum bjóðandi

 Eitt það erfiðasta við að sækja veiðina á sunnanverðri Arnarvatnsheiði – og einnig norðanverðri – eru slóðarnir á milli vatananna sem eru varla jeppum bjóðandi. Þannig varð hópur veiðimanna fyrir því óhappi að brjóta spyrnu undan Patrol-jeppa á 36 tommu dekkjum þegar hægra framhjólið fór yfir of stóran stein og verður viðgerðin talsvert kostnaðarsöm.

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður sækja þeir sem þekkja heiðina þó alltaf aftur í að komast þangað upp eftir, enda er fjalla- og jöklasýn engu lík í góðu veðri og harðgerður heiðargróðurinn heillandi. „Ískaldur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér.“

Nýjast