Kyrrðarstund á degi sjálfsvígsforvarna

Glerárkirkja/mynd Hörður Geirsson
Glerárkirkja/mynd Hörður Geirsson

Í tilefni alþjóðlegs dags sjálfsvígsforvarna verður haldin kyrrðarstund í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld,  kl. 20:00.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina, aðstandandi segir frá reynslu sinni og Valmar Väljaots og Þórhildur Örvarsdóttir sjá um tónlistarflutning.

Í lok athafnarinnar gefst kostur á að kveikja á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Eftir stundina verður kynning á starfi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og LIFA, landsamtaka aðstandenda eftir sjálfsvíg

Nýjast