Dylanguðsþjónusta verður í Möðruvallaklausturskirkju sunnudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30. Um er að ræða guðsþjónustu, þar sem tónlist eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan verður leikin. Bob Dylan er frumherji á tónlistarsviðinu og hefur með tónlist sinni m.a. barist fyrir mannréttindum og miðlað trú. Fjallað verður um þennan merka listamann og ritningartextar lesnir, sem hafa t.a.m. haft áhrif á textasmíð hans. Snorri Guðvarðsson og Krossbandið munu flytja lög eftir Dylan. Byrjað verður að spila kl. 20.00. Prestshjónin sr. Sunna Dóra Möller og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna fyrir altari.