“Ég hef nú ekki haft tækifæri til að skoða þessa könnun þó ég hafi heyrt að hún væri í gangi, en þessi mikli munur skýrist fyrst og fremst af því að bæjarfélög eins og Grindavík og Hafnarfjörður greiða kostnaðinn mjög verulega niður Hér er okkur gert að reka þetta og standa undir kkostnaði sem er sjálfsagt mál og við gerum það með ítrustu hagkvæmni og ráðdeild,” segir Óskar Þór Halldórsson formaður yngriflokkaráðs hjá KA. Hann bendir á að rekstrarkostnaðurinn sé eflaust alls staðar hlutfallslega svipaður en munurinn liggi í niðurgreiðslum, og hér á Akuryeri hafi tómstundaávísanir sem foreldrar fá og nema 10.000 krónum á barn ekki hækkað undanfarin þrjú ár auk þess sem þær nái ekki til alls grunnskólans.
Neytendasamtökin höfðu samband við 30 íþróttafélög víðs vegar um landið og árgjaldið fyrir 4. fl. (börn fædd 1994 og 1995) kannað. Algengast er að árgjaldið sé á bilinu 30.000 – 40.000 kr. Lægst er gjaldið 25.000 kr. og hæst 50.400 kr. Næstum öll félög veita systkinaafslátt en misháan.
Neytendasamtökin segja samanburð á margan hátt erfiðan, en þær tölur sem vitnað er til hér að ofan eru þær tölur sem iðkandi þarf að greiða. Í Vikudegi sem kom út í gær er ítarleg umræða um íþróttastefnu hjá Akureyrarbæ en þar er kasljósinu sérstaklega beint að afreksíþróttastefnu og tengslum hennar við aðra íþróttastefnu. Í ljós kemur að nú er Íþróttaráð Akureyrar í stfnumótunarvinnu sem áætlað er að standi í einhverja mánuði.