Guðmundur segir að menn hafi fyrirfram kviðið þeim miklu flutningum sem til stóðu og látið í ljósi áhyggjur sínar, en í ljós hafi komið að vel sé á allan hátt staðið að hinum miklu efnisflutningum um sveitarfélagið. "Það er greinilegt að bílstjórarnir vanda sig sem mest þeir mega, þeir aka hægt og sýna annarri umferð mikla tillitsemi. Þeir eru til fyrirmyndar og ástæða til að vekja á því athygli," segir Guðmundur.