Bæjarstjórn Akureyrar í sumarfrí fram í september

Á morgun, þriðjudaginn 1. júlí, verður fundur í bæjarstjórn Akureyrar en að honum loknum fer bæjarstjórn í sumarleyfi fram í september nk. Þetta var samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tillagan sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar og samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum, er svohljóðandi: "Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í júlí og ágúst 2008 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Haldinn verður bæjarstjórnarfundur 1. júlí nk. en ekki aðrir fundir nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnramt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn."

Nýjast