Átta marka sigur Dalvíks/Reynis

Dalvík/Reynir vann stórsigur á Spyrni í áttundu umferð D- riðils í 3. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina. Átta mörk voru skoruð á Dalvíkurvelli og voru þau öll heimamanna. Jóhann Hilmar Hreiðarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn. Þá skoraði Viktor Már Jónasson tvö mörk og þeir Örlygur Þór Helgason og Gunnar Már Magnússon sitt markið hvor.

 Eftir leikinn hefur Dalvík/Reynir 10 stig og situr í þriðja sæti riðilsins.

Nýjast