Arna Sif og Silvía Rán í landsliðið

Kristrún Lilja Daðadóttir landsliðsþjálfari U16 landslið kvenna tilkynnti á dögunum hópinn sem mun keppa á Opna Norðurlandamótinu U16 kvenna sem haldið verður hér á landi 30. júní til 5. júlí nk.  Þar eiga Akureyringar tvo fulltrúa en þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir knattspyrnukonur úr Þór/KA hafa báðar verið valdar í hópinn. Glæsilegur árangur hjá stelpunum og svo sannarlega framtíðarefni á ferð.

Nýjast