Árleg Flughelgi á Akureyrar- flugvelli um helgina

Hin árlega Flughelgi Flugsafns Íslands verður haldin á Akureyrarflugvelli á morgun laugardaginn 21. júní og á sunnudag. Ókeypis er inn á svæðið og að venju má búast við miklum fjölda gesta á svæðið.  

Dagskráin hefst kl. 10.00 á morgun laugardag en þá fer fram Íslandsmót í listflugi. Í hádeginu verður svo athöfn í Flugsafninu, þar sem  m.a. fer fram verðlaunaafhending fyrir listflugið. Frá kl. 13.00-17.00 verður svo listflug, vélflug, svifflug, módelflug, þyrluflug og fallhífastökk. Á sunnudag verður svo útsýnisflug frá kl. 11.00-17.00 og listflug og svifflug milli kl. 15.00-16.00.

Nýjast