Annar ungverji til Magna

Magni frá Grenivík, sem leikur í annarri deild karla í knattspyrnu, hefur fengið til liðs við sig ungan ungverja að nafni Laszlo Siket. Siket er 23 ára gamall og er hann væntanlegur til landsins um helgina. Hann mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik fyrir Magna á miðvikudaginn nk. þegar Magni sækir Hött heim.

Siket er annar ungverjinn sem kemur til Magna í sumar en fyrir leiktíðina kom landi hans Laszlo Szilágyi til félagsins og hefur hann spilað mjög vel með liðinu það sem af er tímabilsins.

Nýjast