Almarr Ormarsson genginn til liðs við Fram

Almarr Ormarsson leikmaður og fyrirliði meistarflokks KA lék sinn síðasta leik fyrir félagið í gærkvöldi þegar þeir gerðu jafntefli við Víking R. á Akureyrarvelli, en hann hefur ákveðið að ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Fram og hafa félagsskiptin nú þegar tekið gildi.

Hann verður því löglegur með Fram þegar þeir sækja HK heim þann 28. júlí næstkomandi. Almarr var samningsbundinn KA til loka þessa keppnistímabils, en stjórn knattspyrnudeildar félagsins ákvað að ganga að tilboði sem Fram lagði í leikmanninn. Almarr, sem er tvítugur að aldri, er uppalinn hjá KA og hefur leikið allan sinn feril með félaginu. Hann á að baki landsleiki með bæði U- 17 og U- 19 landsliðum Íslands. Almarr gerði tveggja og hálfs árs samning við Fram.

Nýjast