Alls sóttu um 170 þúsund manns skíðasvæðin heim í vetur

Skíðsvæðin á Íslandi hafa lokið starfssemi sinni þennan veturinn sem óhætt er að segja að hafi verið með þeim allra bestu frá upphafi. Alls sóttu um 170 þúsund manns skíðasvæðin heim sem er það mesta síðan talningar hófust. Á ársfundi Samtaka skíðavsæða á Íslandi sem haldinn var á skíðsvæðinu í Oddskarði dagana 8.-9. maí voru birtar aðsóknartölur skíðasvæða landsins. Fyrstu skíðasvæðin voru opnuð í byrjun desember og þeim síðustu lokað núna um Hvítasunnuna. Mest var aðsóknin í Bláfjöllum, eða um 60 þúsund manns, og í Hlíðarfjall á Akureyri voru gestirnir um 50 þúsund. Í fyrsta skipti í mörg ár voru öll skíðsvæðin á landinu opin á sama tíma. Aukin aðsókn var að öllum skíðasvæðum um allt land. Til marks um það var sala á skíða- og snjóbrettabúnaði með besta móti og varð margvíslegur búnaður sem er til sölu í skíðavöruverslunum uppseldur um miðjan vetur, sérstaklega var tekið eftir aukningu á notkun skíðahjálma.

Nýjast