Valsinn var sérstaklega saminn fyrir hátíðina og verður útvarpað á Rás 2 fyrir áhorfendur og áheyrendur. Vladimir Miller, sem er
einn af fáum söngvurum heims sem syngur basso profundo, hann kemur til landsins og syngur með 60 manna Mótettukór Hallgrímskirkju á sunnudag.
Víkingur Heiðar Ólafsson, 23 ára, píanósnillingur sem var að útskrifast frá Juilliard listaháskólanum mun spila í
Ketilhúsinu á sunnudeginum verk eftir Brahms og Beethoven. Þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky kemur m.a. fram á Park Projekt á opnunarkvöldi AIM
festival, með þeim Gunnlaugi Briem, Agnari Má Magnússyni, Kristjáni Edelstein, Pálma Gunnarssyni og blúsdrottningunni Hrund Ósk
Árnadóttur. Ástralski djass-sextettinn Hoodangers er að leggja í túr um Ísland sem byrjar á AIM Festival. Hrund Ósk, nýja
blúsdrottning landsins, kemur fram með hljómsveitinni Park Projekt.
Hljómsveitin Mannakorn verður með stórtónleika á Marínu við Strandgötu á föstudagskvöldið og gestur að þessu sinni
er trompetleikarinn Sebastian Studnitzky. Hvanndalsbræður er að gefa út sína 5. plötu sem ber nafnið "Knúsumst um stund". Þeir munu spila á
mánudagskvöldið 16. júní á AIM festival á Græna Hattinum. Á AIM Festival verður sérstakt Kimi records kvöld á
Græna Hattinum á föstudeginum. Kimi Records er ungt og brakandi ferskt útgáfufyrirtæki staðsett á Akureyri. Helgi og
hljóðfæraleikararnir munu spila sitt eyfirska pönk og Retro Stefson mun flytja sína ljúfu tóna. Mugison mætir með gítarinn sinn.
Þetta er aðeins brotabrot af hátíðinni, þar eru líka hljómsveitir eins og Hjálmar, Skítamórall, Sickbird ofl.
ofl. miðar eru seldir við inngang og forsala er á http://www.midi.is/.