27. júní, 2008 - 13:09
Fréttir
Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri hefur verið ráðinn skólastjóri
Naustaskóla á Akureyri. Ágúst útskrifaðist sem grunnskólakennari 1995 og einnig dipl. Ed. í stjórnun frá KHÍ 2003, en hefur
starfað sem aðstoðarskólastjóri fyrst í Húnaþingi vestra á árunum 1998 til 2002.
Þá starfaði Ágúst Frímann sem deildastjóri við Giljaskóla á Akureyri og síðar aðstoðarskólastjóri
Brekkuskóla á árunum 2003 til 2006. Frá 2006 hefur hann verið skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra.