Ritstjóri er Hermann Óskarsson, deildarforseti heilbrigðisdeildar HA. Níu greinar eru skrifaðar á ensku og 14 á íslensku. Auk greinanna er að finna metnaðarfullt yfirlit yfir sögu Háskólans á Akureyri fremst í ritinu.
Meðal greina eru:
Átök um skipan framhaldsskóla: Dæmi frá Akureyri
Kastljós barnabókanna: Er bernskan fyrir börn?
Vöxtur þjónustustarfsemi í íslensku efnahagslífi
Genocide in Bosnia: Attributing Responsibility
Trúaruppeldi - menntavæðing: Um viðhorf leiksólakennara til trúaruppeldis í leikskólum
Á leið af landi brott? Framtíðaráhorf íslenskra unglinga vorið 2007
Það er Háskólaútgáfan sem sér um dreifingu ritsins en það verður hægt að nálgast það í öllum betri bókabúðum innan skamms. Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Hermann Óskarsson, ritstjóra í síma 862 0475. Kápuna prýða verk eftir nemendur 4. bekkjar Síðuskóla á Akureyri, 2006 - 2007.