25.09.2020
Eins og kom fram í umfjöllun í Vikublaði síðustu viku hefur hús Orkuveitu Húsvíkur að Vallholtsvegi 3, Orkuhúsið svo kallaða verið notað síðan í sumar sem frístundarhús fyrir börn með fatlanir. Jafnframt hefur í húsinu verið starfrækt skammtímavistun fyrir sama hóp barna, þar sem börnin gista ásamt starfsfólki um helgar. Síðast var gist í húsinu 11-13 september sl., í óþökk slökkviliðsstjóra. Nú hefur slökkviliðsstjóri Norðurþings tekið húsið út með tilliti til brunavarna og er heimilt að í húsinu séu allt að 40 einstaklingar í einu. „Að því gefnu að hlutirnir séu með eðlilegum hætti. Þessar reiknireglur eru þannig að það er reiknað á einstakling út frá ónýttu gólfplássi, þ.e.a.s. húsbúnaður og innréttingar eru dregnar frá. Viðmiðið er tveir fermetrar á einstakling,“ útskýrir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri í samtali við Vikublaðið.
Lesa meira
25.09.2020
Þegar ég tók fyrst sæti í bæjarstjórn á Akureyri árið 2010 kom mér skemmtilega á óvart hversu mikla samvinnu bæjarfulltrúar höfðu sín á milli og hversu mikla virðingu þeir sýndu skoðunum hvers annars. Það var einhvern veginn á skjön við þá mynd sem hafði verið dregin upp af störfum pólitískt kjörinna fulltrúa í fjölmiðlum.
Lesa meira
24.09.2020
„Það er von okkar að með því að vinna saman að því að finna bestu lausnir og útfærslur muni bæjarbúar finna sem allra minnst fyrir hagræðingaraðgerðum en sem allra mest fyrir þeim umbótum sem framundan eru,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar í samtali við Vikublaðið. Kynnt var sú ákvörðun í vikunni að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Bæjarstjórnin hefur gert með sér samstarfssáttmála um hvaða aðgerða verða gripið til. Spurð um hvernig bæjaryfirvöld ætli að útfæra einstakar aðgerðir segir Halla Björk....
Lesa meira
24.09.2020
Húsavíkurstofa kynnir nýtt app sem er afrakstur sumarverkefnis háskólanema á vegum Þekkingarnets Þingeyinga í sumar. Nú er hægt að nálgast Visit Húsavík smáforritið fyrir Android og iOS stýrikerfi. Smáforritið gefur íbúum og ferðamönnum möguleika á því að vera með „Húsavík í vasanum,“ seins og segir í tilkynningu frá Húsavíkurstofu.
Lesa meira
23.09.2020
Stjórn Akureyrarstofu mun ekki halda áfram viðræðum um tilboðið sem hefur mögulega búsetu sem forsendu í Sigurhæðum þar sem komið hefur í ljós að ráðast þarf í miklar viðgerðir á húsinu.
Lesa meira
22.09.2020
Haustið er mín uppáhaldsárstíð, í það minnsta hér á Akureyri.
Lesa meira
21.09.2020
„September er tíminn, ekki satt? Tíminn fyrir nýjar áskorarnir, rútínu, skóla, námskeið og hollari mat. Ég er akkúrat ein af þeim sem eru með fullt af markmiðum fyrir haustið en rétta mataræði og lífstill er sú fyrsti,“ segir Vaiva Straukaite sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég er grafískur hönnuður og eigandi litlu hönnunarstofunnar Studio Vast sem ég er smátt og smátt að byggja upp. Ég vil láta drauminn minn rætast, skapa mér atvinnu í því sem ég hef svo mikla ástríðu fyrir og vinnunni fylgir yfirleitt mikil hamingja. Á móti upplifi ég stress og kvíða og því er mikilvægt fyrir mig að passa uppá venjur og sækjast í það sem hjálpar mér að halda góðu jafnvægi. Ég kem frá Litháen þar sem ég lærði að elda frá 8 ára aldri og eldamennska....
Lesa meira
21.09.2020
Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst. Samtals sögðu 76% aðspurðra að það væri líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki þeirra myndi lifa af það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19. Þó hefur þeim fjölgað sem segjast óvissir um hvort fyrirtækið verði opið næstu 12 mánuði, en það fór úr 8% í 18%. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikublaðið að ferðasumarið á Norðurlandi hafi gengið vonum framar en óvissa sé með veturinn...
Lesa meira
21.09.2020
Kristín og Helga Guðrún Helgadætur afhentu á fimmtudag Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, peningagjöf að upphæð 902.892 krónur.
Peningarnir söfnuðust á nytjamarkaði sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar.
Lesa meira
20.09.2020
Niðurgreiðsla á innanlandsflugi undir heitinu Loftbrú fyrir fólk með fasta búsetu á landsbyggðinni tók gildi núna í september. Fyrirmyndin er hin svokallaða skoska leið og nemur niðurgreiðslan 40% af fargjaldinu. Skoska leiðin felur í sér heimild fyrir ríkissjóð til að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda sem búa í meira en 275 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni; af tveimur flugleggjum á þessu ári en af sex flugleggjum á því næsta. Undir Loftbrú þetta falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera og alls ná afsláttarkjör til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið er að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, hefur barist lengi fyrir niðurgreiðslu á innanlandsflugi en hann ræddi þetta fyrst í bæjarstjórn Akureyrar á sínum tíma. Í samtali við Vikublaðið segir Njáll Trausti að þetta sé stór áfangi. „Það er erfitt að lýsa..
Lesa meira
19.09.2020
Fulltrúar Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ) mættu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum og kynntu hugmyndir um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hugmyndirnar miða að því að auka samstarf stofnana og fyrirtækja í héraðinu m.a. með það í huga að stækka þá klasa sem starfa við rannsóknir og þróun á starfssvæðinu og koma þeim fyrir undir sama þaki eins og greint er frá á vef ÞÞ.
Þekkingarnetið vinnur nú að þessum málum með hlutaðeigandi stofnunum, þ.m.t. Náttúrustofu Norðausturlands, Rannsóknasetri Háskóla Íslands og SSNE. Og standa vonir til þess að í Þingeyjarsýslu verði hægt á næstu misserum að efla verulega starfsemi í atvinnuþróun, rannsóknum og menntunarþjónustu, íbúum og atvinnulífi til góða.
Einn þáttur í þessari endurskoðun þekkingargeirans á svæðinu snýst um að stofnsetja og tryggja rekstur í aukna þjónustu við frumkvöðla og nýsköpunarverkefni um allt hérað. Á þeim grunni er einnig sérstaklega unnið að uppbyggingu öflugs frumkvöðlaseturs á Húsavík, sem mynda muni suðupott atvinnulífs og rannsókna innan um þekkingarstarfsemina. Viðræður standa yfir um nýja húsnæðiskosti til þessarar starfsemi, einkum á Húsavík og í Mývatnssveit.
Lesa meira
18.09.2020
Í skýrslu starfshópsins um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja er að finna tillögur að forgangsröðun uppbyggingar næstu 15 árin.
Lesa meira
18.09.2020
Mat á því hvað er barni fyrir bestu er gjarnan í höndum fullorðinna. Þeir fullorðnu bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni. Þeir sem taka ákvarðanir hafa yfirsýn og framtíðarsýn. Þannig ættum við að gera allt sem er börnum fyrir bestu. Í febrúar árið 2019 var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings: „Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík‟. Tillagan var aftur samþykkt samhljóða í apríl sama ár. Enn var tillagan samþykkt samhljóða í júní það sama ár. Því miður hefur ekkert gerst í þessu máli.
Lesa meira
17.09.2020
Húsavík er á góðri leið með að verða miðstöð fyrir umhverfisvæna framleiðslu úr náttúrulegum hráefnum í matvæli, lyf og heilsuvörur sem eftirspurn er eftir á alþjóðlegum mörkuðum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslandsþara ehf. Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri segir í samtali við Vikublaðið að viðræður við fjárfesta standi yfir um að hefja vinnslu á stórþara á Húsavík og að þær gangi vel. Það eru Íslensk verðbréf sem halda utan um viðræðurnar. „Þeir sjá um fjármögnunarhluta verkefnisins og það eru komnir fjárfestar við borðið sem eru að skoða verkefnið en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Íslandsþari er nýtt fyrirtæki sem Íslensk verðbréf stofnuðu til að koma verkefninu af stað. Að sögn Snæbjörns liggur endanlegt eignarhald ekki fyrir en að útlit sé fyrir að það verði að mestu leiti í höndum Íslendinga.
Lesa meira
17.09.2020
Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því við vinnuhóp um endurskoðun á leiðakerfi Strætó
Lesa meira
17.09.2020
Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum að taka óverðtryggt lán til 15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu á eldra láni sem tekið var árið 2005. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður byggðarráðs sagði í samtali við Vikublaðið að lánið hafi verið tekið á sínum tíma vegna framkvæmda Hafnarsjóðs við Bökugarð. Lánið var svo kallað kúlulán sem tekið var í evrum. Slík lán voru algeng á árunum fyrir bankahrunið 2008. Endurfjármögnunarlánið er tekið af aðalsjóði Norðurþings (24%) og Hafnasjóði Norðurþings (66%).
Lesa meira