13.10.2020
Framkvæmdir við nýja leikskólann Klappir við Glerárskóla á Akureyri ganga samkvæmt áætlun eftir því sem fram kemur á vef Akureyrarbæjar. Unnið er hörðum höndum að því að loka húsinu á næstu vikum svo hægt verði að nota háveturinn í innivinnu.
Lesa meira
13.10.2020
Ég fór út úr húsi eftir kvöldmat á fimmtudagskvöldið, og það þykja tíðindi á mínu heimili. Yfirleitt eru það leiksýningar eða tónleikar sem ná að draga mig frá kvöldværðinni heima en svo hefur Covid auðvitað dregið stórlega úr því líka.
Lesa meira
12.10.2020
Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. „Það er allt gott að frétta, þakka þér fyrir að spyrja. Ég starfa í dag sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðbæjar og það er nóg að gera. Ekki síst vegna Covid og þeirra áhrifa sem veiran hefur á allt samfélagið og þar á meðal rekstur, skóla, íþrótta- og menningarmál sveitarfélaga. Þetta er svipað starfinu mínu fyrir norðan nema nú er fókusinn þrengri og ég að vinna í verkefnum sem ég menntaði mig til,“ segir Eiríkur.
Lesa meira
10.10.2020
Á Norðurlandi hefur umferð dregist mjög mikið saman það sem af er ári miðað við 2019. Mestur er samdrátturinn í apríl. Um Öxnadal óku 65,2% færri í apríl miðað við sama mánuð fyrir ári og samdrátturinn um Mývatnsöræfi voru heil 75,8%. Heildarsamdráttur fyrir Norðurland í apríl var 58,8% á milli ára. Samdráttur fyrir september er 38% á milli ára.
Lesa meira
10.10.2020
Þráinn Árni Baldvinsson er líklega best þekktur sem gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár. Hann er einnig kennari að mennt og rekur sinn eigin tónlistarskóla, Tónholt, þar sem boðið er upp á námskeið fyrir fólk á öllum aldri á gítar, trommur, bassa, píanó og ukulele; hvort sem er í einka- eða hóptímum, stað- eða fjarnámi. Þá heldur Þráinn utan um tónlistarstarfið í Norðlingaskóla en hann hefur kennt við skólann síðan í janúar 2008 og einnig sér hann um tónlistarstarfið á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti. Þráinn Árni stundaði nám við tónlistarskóla Húsavíkur áður en hann hélt til Reykjavíkur og nam við FÍH 1993-´97.
Þráinn Árni Baldvinsson er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum..
Lesa meira
09.10.2020
Árið 1960 var nýtt skólahús tekið í notkun á Húsavík og fluttu þá bæði Barna- og Gagnfræðaskólinn í húsnæðið sem nú er elsti hluti Borgarhólsskóla.
„Í upphafi skólaárs var skipt um útidyr og -hurð í innganginum frá Borgarhóli. Þar er nú rafknúin skynjarahurð í stað gömlu tréhurðarinnar sem við teljum að hafi verið síðan 1960.
Lesa meira
09.10.2020
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra að skipa verkefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar
Lesa meira
08.10.2020
Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 8. Október og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
08.10.2020
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri gáfu sjúkrahúsinu gjafir fyrir alls 72 milljónir króna á síðasta rekstrarári.
Lesa meira
07.10.2020
Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir heilsugæslunnar á Akureyri, telur hættu á að smitum fjölgi í bænum næstu daga og full ástæða sé fyrir bæjarbúa að vera á verði.
Lesa meira
06.10.2020
Stór aurskriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í dag. Búseta er á jörðinni en enginn í húsinu þegar skriðan féll sem staðnæmdist um 100 metra frá húsinu. Engan sakaði eftir því sem næst verður komið.
Lesa meira
06.10.2020
„Það er lykilatriði að næra sig vel en jafnframt að reyna að hafa hlutina sem einfaldasta þegar í mörg horn er að líta,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir, fjögurra barna móðir sem starfar við kennslu og þjálfun. Guðrún hefur umsjón með matar horninu þessa vikuna. „Allt sem ég vinn við snýst um heilsu eflingu enda hef ég mikla ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að efla bæði andlega og líkamslega heilsu sína. Sjálf ver ég töluverðum tíma í mína heilsurækt og íþróttaþjálfun en til þess að taka ekki tíma frá börnunum þá er þetta eitthvað sem ég geri áður en allir hinir vakna. Ég er því oft farin út úr húsi vel fyrir kl. 6 en er þá að sama skapi laus til að vera með fjölskyldunni eftir miðjan dag. Þarna kemur skipulag mjög sterkt inn. Morgunverðinn bý ég oft til kvöldinu áður til að geta sett í töskuna og átt þegar ég er búin á æfingu og á leið í vinnu. Ég rótera á milli nokkura tegunda af morgunmat en hér er einn grautur sem er í uppáhaldi þessa stundina.“
Lesa meira