10.06.2021
Stjórn Hlíðarfjalls hefur um nokkurt skeið verið að skoða möguleika á að útvista starfsemi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður stjórnar Hlíðafjalls sagði fyrir ári síðan að reksturinn hefði verið erfiður en kostnaður þann skíðavetur var tæpar tvö hundruð milljónir króna.
Lesa meira
09.06.2021
Byggðaráð Norðurþings tók fyrir á dögunum uppfærða kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis, svonefnd KÁ-2, sem er loka uppfærsla kostnaðaráætlunar áður en ráðist verður í útboð á jarðvinnu vegna framkvæmdanna.
Lesa meira
08.06.2021
Ég er langþreyttur Sjálfstæðismaður (smá rant). Búinn að vera flokksbundinn frá 15 ára aldri með einu hléi þó. Ég er meira að segja í þeim armi sem hlýtur að vera langþreyttastur, en það eru Sjálfstæðismenn utan höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira
07.06.2021
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna en kosið var um hana á laugardag.
Lesa meira
06.06.2021
KA/Þór er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í fyrsta sinn eftir frækin sigur á Val á Hlíðarenda í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, Olísdeildarinnar, í dag. Leiknum lauk 25:23 fyrir KA/Þór sem vann því einvígið 2:0.
Lesa meira
06.06.2021
Ármann Örn Gunnlaugsson stendur á þrítugu en hann er Húsvíkingur í húð og hár. Ármann bjó á Húsavík fyrstu 20 ár ævinnar áður en hann fór á flakk. „Síðustu 10 ár eða svo hef ég verið töluvert á flakki en þó alltaf með ræturnar á Húsavík. Tvítugur fór ég í nám í Bandaríkjunum, Birmingham, Alabama, í viðskipta- og hagfræði ásamt því að spila fótbolta. Svo tóku við tvö ár í framhaldsnámi við Háskólann í Reykjavík, með viðkomu eina önn í skiptinámi í París.
Því næst var förinni heitið til Sviss þar sem kærasta mín var í námi og nú er maður aftur kominn til Húsavíkur,“ segir Ármann sem er Norðlendingur vikunnar.
Ármann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og segist hann vera mjög spenntur fyrir þeirri áskorun. „Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við.“
Lesa meira
05.06.2021
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira. Ég byrja á að spyrja Hallgrím hvort frammistaða KA-manna í sumar hafi verið vonum framar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við erum með mjög sterkan og kröfuharðan hóp svo ég myndi mögulega segja að hún sé á pari ef við horfum á stigafjöldann. Liðið sjálft á nóg inni hvað varðar spilamennsku. Við höfum misst sterka leikmenn í meiðsli en það segir svolítið um styrkin á okkar hóp hvar við erum í töflunni þrátt fyrir svona mörg áföll,“ segir Hallgrímur. Er raunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn? „Ég hef fulla trú á því að við getum barist við bestu liðin, hvort sem það verður um Evrópusæti eða Íslandsmeistaratitilinn....
Lesa meira
04.06.2021
Nýverið var fundust mannabein við Ketilsstaði á Tjörnesi m.a. hauskúpa sem talin er vera af ungri stúlku. Víða á Tjörnesi hafa staðið yfir framkvæmdir þar sem verið er að grafa að húsum til að koma fyrir varmadælum. Beinafundur af þessu tagi er ekki einsdæmi á Tjörnesi en þekkt er að við uppgröft hafi verið komið niður á gamla grafreiti.
Lesa meira