Einhver ólýsanleg frelsistilfinning á hjólinu

Árni F. Sigurðsson er formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar (HFA) en hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þótt margir hjóli allt árið er sumarið óneitanlega tíminn fyrir hjólreiðarfólk. Árni og eiginkona hans eiga og reka sauðfjárbú og hestaleigu í Bárðardal auk þess sem hann starfar sem tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Árna sem er Norðlendingur vikunnar. „Frelsið, fyrst og fremst," segir Árni þegar spyr hann hvað sé svona heillandi við hjólreiðar. „Maður fer bara af stað og kemst næstum hvað sem er. Þetta er íþrótt sem er ólík mörgum öðrum, þar sem hjólreiðar eru líka samgöngutæki. Maður getur hjólað til og frá vinnu og oft náð æfingu dagsins á þeirri leið. Hjólreiðar er svo hægt að stunda bæði sem einstaklings- og hópíþrótt og hentar þannig bæði einförum og félagsverum...
Lesa meira

Gullfoss-Akureyri 218 km

Fyrir nokkrum vikum birti ég á þessum vettvangi álit þar sem ég lýsti því hve gríðarlegt hagsmunamál nýr Kjalvegur væri fyrir Norðlendinga. Sú skoðun kemur einnig fram í tillögu sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi um endurnýjun vegar yfir Kjöl með það að markmiði að halda honum opnum stóran hluta árs. Vísa ég þar til veigamikilla öryggis-, byggða- og umhverfissjónarmiða.
Lesa meira

Bjartsýni fyrir bæjarhátíðum í sumar

Lesa meira

SAk gaf 43 sjúkrarúm til Sierra Leone

Lesa meira

Styður ekki frumvarp um afglæpavæðingu fíkniefna

Lesa meira

Kallar eftir skýringum á ríflega 100 milljóna króna skrifstofukostnaði Orkuveitunnar

Á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór fyrir skemmstu var farið yfir ársreikning félagsins fyrir 2020 og var hann samþykktur. Bergur Elías Ágústsson varaformaður stjórnar lét þó bóka fyrirvara við undirskrift sína.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Segir Hildu Jönu fara með rangt mál

Lesa meira

Félagarnir Jón og séra Jón

Lesa meira

Vissara að spyrja

Lesa meira

Facebook logar vegna ákvörðunar í bæjarstjórn Akureyrar

Lesa meira

3000 skammtar af bóluefni í vikunni

Lesa meira

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður opið í sumar

Lesa meira

Breikka gangstétt í Gilinu og endurnýja gatnamót við Bautann

Lesa meira

Framkvæmdir á minnst 220 nýjum íbúðum á Akureyri á árinu

Árið 2021 nálgast metárin fyrir efnhagshrunið og árið 2017 þegar framkvæmdir í Hagahverfi hófust
Lesa meira

Hundaeigendur á Akureyri passi lausagöngu og fjarlægi saur

Lesa meira

Mikið undir fyrir ferðaþjónustuna

Lesa meira

Grillar allan ársins hring

Reynir Ingi Davíðsson tók áskorun frá Antoni Páli Gylfasyni í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir í matarhornið. „Ég er Akureyringur í húð og hár að verða 30 ára gamall. Ég starfa sem rarfvirki á Akureyri og rek fyrirtæki sem heitir Íslenskir rafverktakar. Ég þakka Gylfa kærlega fyrir áskorunina, ég er þó ekki mikið í eldhúsinu sjálfur en það vill svo heppilega til að ég grilla allan ársins hring og er töluvert í skotveiði. Svona þar sem það er að koma sumar þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af Dry Age Rib Eye og smjörsteiktum aspas. Fyrir haustið fylgir síðan einnig uppskrift af gröfnum gæsabringum,“ segir Reynir...
Lesa meira

Ávarp til félagsmanna

Lesa meira

Baráttan fyrir jöfnuði heldur áfram

Þann 1. maí ber verkafólk um heim allan fram kröfur um aukin jöfnuð og jafnrétti um leið og mótmælt er þeirri miklu misskiptingu sem þrífst víða um heim. Horfir jafnframt um öxl og minnist þeirra sigra sem áunnist hafa, en það sem mestu máli skiptir er að líta til framtíðar. Saga verkalýðsbaráttunnar er orðin löng, en sagt er að hún hafi þróast samhliða fyrstu iðnbyltingunni á síðari hluta átjándu aldar og verið andsvar verkalýðsins við verksmiðjuþrælkun og uppgangi kapítalisma í Evrópu. Fyrstu stéttarfélögin voru stofnuð af iðnaðarmönnum á Bretlandi er verkafólk var án nokkurra réttinda á vinnumarkaði og algjörlega háð framboði á markaði og eftirspurn atvinnurekenda. Hugmyndin um starfsemi stéttarfélaga féll í grýttan jarðveg hjá atvinnurekendum, enda braut hún í bága við grundvallarkenningar frjálsrar samkeppni og stóð í vegi fyrir frjálsri verðmyndun. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar þróaðist síðan sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um heim allan og hafa aðgerðir hreyfingarinnar frá fyrstu tíð haft mikið að segja um þróun og mótun samfélaga.
Lesa meira

Samstaða er lykillinn að réttlátu þjóðfélagi

Lesa meira

Fyrsta óperusýningin í Hofi

Lesa meira

Völsungar stefna á bikarævintýri

„Það er bikarævintýri í uppsiglingu,“ segir Græni herinn, stuðningsmannaklúbbur Völsungs. Völsungar báru sigurorð af Tindastóli á Sauðárkróki sl. föstudag í Mjólkurbikarnum. Lokatölur urðu 0-2 með mörkum frá Aðalsteini Jóhanni Friðrikssyni og nýliðanum Santiago Feuillassier. Santiago staðfesti félagaskipti sín til Völsungs á síðasta degi vetrar.
Lesa meira

„Montin og þakklát á sama tíma“

„Tilfinningin að vera bæjarlistamaður er bara mjög góð. Ég er auðvitað pínu montin með það og þakklát á sama tíma,“ segir Dagrún Matthíasdóttir sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2021. Valið var tilkynnt á árlegri Vorkomu bæjarins á Sumardaginn fyrsta en vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. Dagrún segir valið hafa komið sér á óvart. „Þegar Almar Alfreðsson hjá Akureyrarstofu hringdi í mig með fréttirnar þá hélt ég að hann væri að falast eftir upplýsingum um viðburði hjá okkur í RÖSK eða minna á gildaga.“ En hvernig hyggst Dagrún verja tímanum sem bæjarlistamaður? „Ég ætla að nýta tímann mjög vel og vinna að mestu við grafíklist og njóta þess að gera tilraunir þar og vinna að sýningum. Ég verð líka viðburðarstjóri umhverfislistahátíð Í Alviðru í Dýrafirði sem er á Vestfjörðum þar sem ég tengi saman listamenn á svæðinu og listamenn héðan á Norðurlandi í samvinnu. Og vona að það verði áframhald á því verkefni að ári.“
Lesa meira

Rekstur Norðurorku viðunandi á árinu 2020

Lesa meira

Samantekt og niðurstöður umsagnar

Lesa meira

Smit á Akureyri

Lesa meira