04.09.2021
Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu.
Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919.
Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira
04.09.2021
„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira
03.09.2021
iljaskóli steig á dögunum það stóra skref í stafrænni vegferð að útvega öllum nemendum frá 5. bekk eitt tæki á mann til afnota í skólastarfinu. Hver nemandi í 5. - 7. bekk hefur nú til umráða sinn iPad og nemendur 8. - 10. bekkjar hafa hver sína Chromebook tölvu. Í 1. - 4. bekk deila tveir nemendur einum iPad
Lesa meira
03.09.2021
Fimmtudaginn 2. september 2021 kom Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, færandi hendi á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins
Lesa meira
03.09.2021
„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.
Lesa meira
02.09.2021
Umfjöllun sveitarstjórnar um skipulagsbreytingar í tengslum við vindorkuver á Hólaheiði frestað þar til umhverfismati er lokið að fullu
Lesa meira
02.09.2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Eyjólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Norðurslóðanets Íslands og rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað endurnýjaðan samstarfssamning til fimm ára.
Lesa meira
01.09.2021
Stjórn Húsavíkurstofu hefur undirritað ráðningarsamning við nýjan forstöðumann, hann Björgvin Inga Pétursson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsavíkurstofu.
Lesa meira
01.09.2021
Skipulags og framkvæmdaráð Norðurþings lagði fram til kynningar á fundi sínum í gær bréf frá Kærunefnd Útboðsmála vegna kæru Garðvíkur ehf. Kæran byggist á ákvörðun sveitarfélagsins um að ganga til samninga við fyrirtækið Bæjarprýði ehf. um viðgerðir á hellulögnum, hellulögn og kantsteinslögn neðan Naustsins, við Ásgarðsveg og viðgerðir á kantsteinum sem og gerð niðurtekta víðar um bæinn.
Lesa meira
01.09.2021
Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Við hjónin höfum búið á Akureyri alla okkar búskapartíð. Við eigun þrjár dætur, allar vel giftar, og fjögur barnabörn. Við vinnum bæði í mötuneyti heimavistar MA/VMA og höfum gert í mörg ár. Seinnipartur sumars finnst okkur skemmtilegur tími til matargerðar því þá er svo mikið úrval af nýju íslensku grænmeti sem við notum mikið á okkar heimili. Eplakakan er einföld og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hún er oft höfð í matarboðum hjá okkur. Einnig eru ýmiskonar grænmetis- eða vegan réttir vinsælir á okkar borðum,“ segja þau hjónin.
Lesa meira
31.08.2021
Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands.
Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands.
Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira
30.08.2021
Ferðasumarið á Norðurlandi hefur farið fram úr björtustu vonum þrátt fyrir erfiðar aðstæður að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
Lesa meira
30.08.2021
Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins
Lesa meira
28.08.2021
• Þrjú til fimm hundruð störf verði til – Samið við þýskan tæknirisa
Lesa meira
27.08.2021
Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík var útnefndur listamaður Norðurþings 2020. Að því tilefni opnaði hann stórglæsilega sýningu í Safnahúsinu á Húsavík klukkan 18 í dag. Blaðamaður Vikublaðsins var á staðnum.
Lesa meira
27.08.2021
Smábátaeigendur á Húsavík vilja að byggðarráð Norðurþings beiti sér fyrir því að dregin verði lína þvert yfir mynni Skjálfandaflóa, svo takmarka megi dragnótaveiðar nærri landi. Þeir telja að veiðislóðin þoli ekki ágengnina sem fylgi slíkum veiðarfærum og óttast þeir að fiskistofnar þurrkist upp verði ekkert að gert. Áríðandi sé að lokunin taki strax gildi út ágúst og í framhaldinu 1.september ár hvert fyrir hvert fiskveiðiár.
Lesa meira
27.08.2021
Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna.
Lesa meira