17.09.2021
Um daginn skrapp ég austur á firði. Ekki að það sé merkilegt í sjálfu sér því þangað leita ég reglulega þegar færi gefst til.
Lesa meira
17.09.2021
Nær 28% drengja á miðstigi í grunnskólum Akureyrar taka lyf við ofvirkni, athyglisbresti, kvíða eða svefnleysi. Þetta kemur fram í könnun sem Helga Dögg Sverrisdóttir gerði um stöðu drengja í grunnskólum á Akureyri en hún náði til 200 drengja. Norðurorka styrkti rannsóknina.
Lesa meira
17.09.2021
Það er eitt við mannlega hegðun sem breytist vonandi aldrei. Það er að við getum stólað á hana sem rannsóknarefni í fortíð, nútíð og framtíð. Bandaríski sálfræðingurinn B.F. Skinner var hvað þekktastur fyrir áhrif sín á hegðunarsálfræði og sjálfur kallaði hann aðferðafræði sína róttæka hegðunarhyggju. Hann gekk svo langt að segja að það væri ekkert til sem héti frjáls vilji og að allar gjörðir mannanna væru hrein og bein afleiðing skilyrðingar. Hvort sem fótur er fyrir skoðunum hans eða ekki, kom hann upp í huga mér um daginn.
Lesa meira
16.09.2021
Við Píratar trúum því að allir eigi skilið sömu tækifæri - í landi tækifæranna. Við viljum aðlaga samfélagið að þörfum hvers og eins. Öryrkjar og fatlaðir einstaklingar eiga að fá að lifa án mismununar, fordóma, og hvers kyns misréttis.
Lesa meira
16.09.2021
Árshlutareikningur fyrir A- og B-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2021 var lagður fram í bæjarráði í dag. Árshlutauppgjörið er óendurskoðað en verður með könnunaráritun eftir fund bæjarstjórnar.
Lesa meira
16.09.2021
Vikublaðið er komið út - Kosningarnar sem fara fram þann 25. september nk. eru eðli málsins fyrirferðamiklar í blaði vikunnar en einnig er gott úrval af mannlífs,- menningar,- og fréttaefni.
Lesa meira
16.09.2021
Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá.
Lesa meira
16.09.2021
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings flutti erindi um tækifæri á Bakka á kynningunni Grænir iðngarðar - Tækifæri fyrir Ísland í Hörpu í gær
Lesa meira
16.09.2021
Ég skrifa þér þetta bréf vegna þess að ég tel mikilsvert fyrir hinn almenna kjósanda að þú veitir efnisleg svör við nokkrum spurningum varðandi stefnu, afstöðu og gerðir flokks þíns, og ekki síst þín sjálfs varðandi Reykjavíkurflugvöll. Þín sjálfs þar sem þú ert jú formaður þess flokks sem gengið hefur harðast fram gegn þessum flugvelli og m.a. haft forystu um lokun neyðarbrautarinnar, auk þess sem þú ert sjálfur í framboði í því kjördæmi sem reiðir sig hvað mest á þennan flugvöll, ekki síst í sjúkraflugi.
Lesa meira
15.09.2021
Kosningabaráttan er nú í hámarki fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram þann 25. september nk. og frambjóðendur eru úti um víðan völl á atkvæðaveiðum
Lesa meira
15.09.2021
Persónuvernd er nauðsynleg til að tryggja hagsmuni einstaklingsins í lýðræðissamfélagi. Möguleikar tækninnar mega ekki trompa rétt okkar til friðhelgi einkalífsins. En það eru líka möguleikar tækninnar sem gera okkur kleift að setja niður störf án staðsetningar.
Lesa meira
15.09.2021
Evrópska samgönguvikan hefst á morgun, fimmtudag. Akureyrarbær tekur þátt og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta.
Lesa meira
15.09.2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í ríkisstjórn í gær landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, Ræktum Ísland! Þetta er í fyrsta sinn sem mótuð er slík heildarstefna fyrir Ísland.
Lesa meira
14.09.2021
Síðustu daga hefur hópur Breta verið á ferðalagi um Norðurland til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu. Hópurinn samanstendur af fagfólki í ferðaþjónustu sem tengist matarupplifun og fengu þau einnig að kynnast menningu og sögu landshlutans.
Lesa meira
14.09.2021
Fallorka opnaði nýlega þrjár 2x22 kW hleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru þær fyrstu sem Fallorka opnar með greiðslulausn Ísorku. Til að nota stöðvarnar þarf annaðhvort að greiða með appi Ísorku í snjallsíma eða greiðslulykli þeirra. Hér eru nánari upplýsingar um appið.
Lesa meira
14.09.2021
Hannyrðapönk, hljóðlist og kakósmakk var meðal þess sem þátttakendur í listasmiðjum sumarsins fengu að kynnast. Boðið var upp á fjölbreyttar listasmiðjur í tengslum við Listasumar á Akureyri og er óhætt að segja að þær hafi slegið í gegn en í sumum tilvikum komust færri að en vildu.
Lesa meira
13.09.2021
Norðurorka sá ástæðu til að styrkja undirritaða til að kanna stöðu drengja í skólum á Akureyri. Þakka þeim. Um 200 drengir tóku þátt í könnuninni og fá þeir mínar bestu þakkir. Ég þakka stjórnendum skólanna sem ég heimsótti sem og kennurunum.
Lesa meira
13.09.2021
Listamaður Norðurþings 2021 er Sigurður Helgi Illugason, leikari og tónlistarmaður. Sigurður, eða Siggi Illuga eins og hann er best þekktur, ólst upp í Reykjadal til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Akureyrar til að læra málaraiðn og kynntist þar konu sinni Guðrúnu Sigríði Gunnarsdóttur. Sigurður flutti til Húsavíkur árið 1981 til að spila fótbolta með Völsungi og hefur verið áberandi í samfélaginu síðan. Tónlist og leiklist hafa verið viðloðandi allt hans líf en hann byrjaði að spila á dansleikjum með föður sínu 14 ára gamall. Hann söng um tíma með karlakórnum Hreim og hefur verið í mörgum hljómsveitum, meðal annars Túpílökum sem hafa gefið út tvær plötur.
Lesa meira
13.09.2021
Þrjú börn á einni deild leikskólans Iðavallar hafa greinst með Covid-19. Deildinni hefur því verið lokað út þessa viku og börn og starfsfólk á deildinni fara í sóttkví. Enginn starfsmaður hefur greinst smitaður.
Lesa meira
13.09.2021
Málefni öryrkja og aldraðra þarf að laga í heild sinni. Það þýðir ekki fyrir stjórnmálaflokka að setja þessi mál í stefnuskrá sína fyrir alþingiskosningar og gleyma þeim svo þegar komið er í ríkisstjórn og viðurkenna ekki þegar á reynir að bæta þurfi kjör þessa fólks.
Lesa meira
12.09.2021
Björgvin Ingi Pétursson tók á dögunum við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann er viðskiptafræðingur með master í markaðsfræðum og á að baki fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu. Vikublaðið heimsótti Björgvin í vikunni og ræddi við hann um allt frá pönki til fótbolta. Þá segir Björgvin frá því hvernig það kom til að hann flutti til Húsavíkur.
Björgvin er fæddur á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan suður um heiðar og kom sér fyrir í Mosfellsbæ. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo í Hafnarfjörð þar sem ég hef búið mest alla tíð síðan,“ segir hann.
Lesa meira
12.09.2021
Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grenivík fagnaði 60 ára afmæli á dögunum. Þröstur hefur verið sveitarstjóri í sjö ár og kann vel við sig í Grýtubakkahreppi. Vikublaðið fékk hina hliðina af Þresti sem er Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira
11.09.2021
Eru vindmyllur grænar og hagkvæmur orkukostur?
Lesa meira
11.09.2021
Eldra fólki á Íslandi fjölgar hraðar en yngra fólki. Ástæðan er lækkandi fæðingartíðni og hærri meðalaldur. Þetta þýðir ýmsar áskoranir fyrir okkur næstu árin og áratugina. Hver á hlutur þessa hóps að vera í samfélaginu, hvernig á heilbrigðisþjónustan að vera, hvar á þetta fólk að búa o.s.frv.?
Lesa meira
11.09.2021
Vikublaðið heldur áfram oddvitaspjallinu fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Nú er komið að Vinstri grænum en það er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem er oddviti flokksins í NA-kjördæmi.
Lesa meira