
Stelpurnar í Þór/KA taka í kvöld á móti liði Þróttar í Bestu deild kvenna á Þórsvellinum og hefst leikurinn kl 18.
„Óveðursskýin hrannast upp á vinnumarkaði þessa dagana. Þó svo kjaraviðræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hótanir um verkfallsátök og kröfur um viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnar til að forða átökum.“ Svo mælir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, í grein sem hann nefnir „Vinnumarkaður í úlfakreppu” og bætir síðan við: „Þegar fíflunum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í spegil. “ Þorsteinn segir ennfremur að sorglegt sé að sjá hina nýju forystu verkalýðshreyfingarinnar gera hverja þá tilraun sem gerð er til umbóta á vinnumarkaði að sérstöku skotmarki sínu.“
Það stendur mikið til á KA svæðinu ef marka má stórvirkar vinnuvélar sem komnar eru inn á æfingasvæðið og bíða þess að vera ræstar til hefja útgröft fyrir fulkomnum keppnisvelli ásamt áhorfendastúku.
„Kynslóðir“ er ný uppistandssýning þar sem Bergur Ebbi skemmtir fólki í heila kvöldstund með gamanefni sínu um vesenið sem fylgir því að búa á Íslandi og lifa á tímum stórkostlegra tækni- og þjóðfélagsbreytinga. Sýningin var fyrst sýnd í Tjarnarbíói í vor og voru viðtökur framar öllum vonum og uppselt kvöld eftir kvöld þar til farið var í sumardvala.
Nýverið var 585 milljónum króna úthlutað úr Matvælasjóði og er þetta þriðja úthlutun sjóðsins. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings
Akureyrarhöfn stefnir að því að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum Akureyrar eins fljótt og auðið er en nú þegar má segja að allir togarar og minni skip tengi sig við rafmagn í höfnum bæjarins.
Það vakti eðlilega mikla athygli á dögunum þegar Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands sagði af sér sem forseti sambandsins. Í fjölmiðlum hefur hún borið því við að hún hafi átt mjög erfitt með að vinna með ákveðnum verkalýðsforingjum, ekki síst þeim sem leiða tvö langstærstu stéttarfélög landsins, auk formanns Verkalýðsfélags Akraness. Drífa hefur reyndar í viðtölum nefnt fleiri formenn s.s. þann sem þetta skrifar. Hún hefur meðal annars kvartað yfir því að menn væru kjaftforir og yfirlýsingaglaðir og því erfitt að vinna með þeim.
Uppbygging í Hvalasafninu á Húsavík og mikið framundan
Bæjarráð kom saman til fundar í dag og eins og vera ber voru nokkur mál til umræðu. Þau mál sem lesendnum þykir etv merkilegust eru tilgreind hér fyrir neðan, Annars vísum við á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is vilji lesendur kynna sér öll mál sem voru á dagskrá
Fólk heyrðist velta því fyrir sér á götuhorninu eiginlega i bókstaflegri merkingu hvort það væri etv. möguleiki að flytja BSO húsið, koma þvi fyrir á góðum stað og gera að félagsheimili fyrir Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar?
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í VMA í dag á nýju skólaári. Á haustönn hefja 930 nemendur nám í dagskóla, þar af 200 nýnemar.
Síðastliðið haust hófst kvöldskóli í húsasmíði og sá nemendahópur mun halda áfram námi sínu í vetur.
Framsýn stéttarfélag telur í ljósi stóraukinna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaganum, að full ástæða sé til að taka upp til umræðu staðsetningu flugvalla á Íslandi með tilliti til millilandaflugs.
Næstkomandi sunnudag kl 17 mun Dómorganistinn í Stokkhólmi Mattias Wager halda orgeltónleika í Akureyrarkirkju en tónleikarnir eru hluti af Orgelhátíð sem kirkjan stendur fyrir.
Þjóðskrá lokar starfsemi sinni á Akureyri 1. september næstkomandi en starfsfólk sem áður var við störf á vegum stofnunarinnar flyst yfir til annarrar ríkisstofnunar, Húsnæðis- og mannvirkjasviðs.
Síðastliðna helgi, dagana 12.-14. ágúst, vann hópur sjálfboðaliða að strandhreinsun á Langanesi. Að þessu sinni voru hreinsaðir um 2 kílómetrar, að mestu leiti fyrir landi Ytra-Lóns en einnig lítil spilda í landi Heiðarhafnar
Nonnahús er kennt við rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna. Hann var hvorki eigandi hússins né bjó þar lengi. Hvers vegna er húsi kennt við hann? Hvernig stóð á því að Nonni var sendur til náms í Frakklandi tæplega 12 ára? Saga foreldra og systkina Nonna er ekki síður áhugaverð. Þessar sögur verða til umfjöllunar í gönguferð á slóð Nonna fimmtudaginn 18. ágúst.
Laugardaginn 20. ágúst kl. 15 verður haldið útgáfuhóf í Listasafninu á Akureyri í tilefni útgáfu bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd.
Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því.
Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir að í byrjun þessa árs hafi verið nokkrar takmarkanir í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. Þó sé tímabilið frá janúar til júlí ekki langt frá þeim farþegafjölda sem var yfir sama tímabil árið 2019
24 umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar í kjölfar auglýsingar sem birt var þann 20. júlí sl. og hafa fjórir umsækjendur dregið umsókn sína til baka.