Vísindin í sögulegu samhengi
Vísindin í sögulegu samhengi (Science and University in Historical Context ) er yfirskrift fyrirlesturs sem ítalski prófessorinn Michael Segre mun flytja á Félagasvísindatorgi við Háskólann á Akureyri miðvikudaginn 28. ágúst kl 12:10 í stofu N102.
Í fyrirlestrinum mun Segre m.a. fara yfir tengsl ærði menntastofnana og vísinda og byggja á síðustu bók sinni. Í bókinni skoðar sögu háskólanna og hvernig þeir geti lært af reynslu sinni, jafnt velgengni sem misbrestum
Michael Segre er prófessor í vísindasögu við háskólann í Chieti, Ítalíu. Hann er menntaður í eðlisfræði, stærðfræði og heimspeki og hefur birt margar bækur og greinar í fræðilegum tímaritum. Fyrirlestur hans verður á ensku.