Veðrið í dag og næstu daga

Á Norðurlandi eystra verður suðvestan 10-15 m/s, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Norðvestan 15-23 í fyrramálið og snjókoma eða él, hvassast við ströndina. Lægir talsvert eftir hádegi og dregur úr ofankomu. Hiti 0 til 5 stig í dag, en frost 0 til 5 stig síðdegis á morgun.
Spá gerð: 11.11.2013 06:26. Gildir til: 12.11.2013 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðvestan 15-23 m/s fyrir hádegi, hvassast við austurströndina. Mun hægari V-til. Þurrt syðra, en annars snjókoma eða él, einkum á NA-verðu landinu. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Frost 1 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Austan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda. Norðlægari síðdegis og styttir upp á S-verðu landinu. Hiti 0 til 5 stig sunnan heiða, annars víða 0 til 5 stiga frost.

Á fimmtudag:
Gengur sunnan hvassviðri eða storm með slyddu og síðar rigningu, fyrst V-lands, en úrkomulítið NA-til. Hlýnandi um tíma.

Á föstudag:
Suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Vestlæg átt og él, en yfirleitt þurrt A-lands. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag:
Breytileg átt, stöku él og kalt í veðri.

Nýjast